Sólris og sólsetur
 

 Hve lengi er sólin ađ koma upp og setjast?

Svariđ fer eftir stađsetningu athuganda og árstíma. Í almanakinu reiknast ris og setur eftir ţví hvenćr efri rönd sólar ber viđ láréttan sjóndeildarhring (ţ.e. hafsbrún, ef athugandi er viđ sjávarmál). Međ öđrum orđum telst sólaruppkoma ţegar fyrst örlar fyrir sólinni, og sólarlag ţegar síđast vottar fyrir henni. Ţetta er alţjóđleg viđmiđunarregla. Niđurstađan yrđi önnur ef miđađ vćri viđ miđju sólar eđa neđri brún. Hve miklu munar er mjög svo breytilegt. Í Reykjavík er sólin 5 mínútur ađ koma upp á jafndćgrum, 10 mínútur á vetrarsólstöđum og 14 mínútur á sumarsólstöđum.  Er ţá átt viđ tímann sem líđur frá ţví ađ fyrst örlar á sól ţar til hún er öll komin upp fyrir sjóndeildarhring. Sömu tölur gilda fyrir sólsetur. Hér er um međaltöl ađ rćđa; breytilegt ljósbrot í andrúmsloftinu getur hnikađ tölunum til.
Á Akureyri eru tölurnar sem hér segir. Á jafndćgrum taka sólaruppkoma og sólsetur 5 mínútur líkt og í Reykjavík, en á vetrarsólstöđum 15 mínútur og á sumarsólstöđum tćpan klukkutíma.
Ef viđ vćrum viđ miđbaug  jarđar myndu sólris og sólsetur ađeins taka um 2 mínútur á öllum árstímum.
Á heimskautunum rís sól ađeins einu sinni á ári og sest ađeins einu sinni og tekur fyrirbćriđ tćpa tvo sólarhringa í hvort skipti.

 Ţ.S.  22.6. 2022

 

  Forsíđa